Anywho, myndir úr ferðinni eru hér en þessar eru ferðin í hnotskurn:

Þegar við komum aftur tók svo við verkefnabrjálæði og svo miðannarpróf beint eftir það. Jámm jámm, það var bara, tjah, hresst.
Vignir var rétt kominn út og svo þurfti hann bara að fara til Íslands í vikunni til að fara í jarðarför. Í boði var að kaupa flug á einhvern 100þús kall eða að vera á Íslandi í 2 vikur. Seinni kosturinn var valinn. En litla systir vorkenndi mér svo svaðalega, að þurfa að vera eiiin um páskana, að hún skellti sér bara í að kaupa flug til mín! Kemur á þriðjudaginn og verður í alveg 8 daga hjá mér! Það eru allsvaaaðalegar gleðifréttir.
Við erum með svona 17 bls lista yfir allt sem okkur langar að gera en ef ég þekki okkur rétt eigum við eftir að borða, borða og...borða. Fyrst á dagskrá: klárlega COOKED SUSHI! Já, ég fann semsagt stað sem selur sushi með elduðum fisk í. YES! Ég hef alltaf þurft að búa mitt til sjálf. Mér finnst sushi fínt með hráum fisk en ENNÞÁ betra með öllu elduðu. Þ.a.l. varð ég ansi glöð þegar ég fann stað sem heitir því einstaklega viðeigandi nafni Cooked Sushi. Hann er rétt hjá skólanum mínum, hræódýr og með æðislegan mat. Gæti ekki verið betra :)
Við ætluðum að hafa 'túristahelgi í Montréal', eða allavega túristadag, fyrstu helgina í mars en það var svo mikið að gera (og of mikið ógeðisviðbjóðsveður) að við frestuðum því. Í staðinn ætluðum við bara að vera duglega vinna og svoleiðis, borða góðan mat og e-ð. Þegar við vorum svo hálfnuð að elda föttuðum við að okkur vantaði eitt crucial hráefni í matinn þannig að við fórum út í brjáluðu roki&ógeðissnjó/hagli og röltum í Provigo...það var spes, næstum enginn úti - varla bílar á götunum einu sinni! Snar!

Annars erum við bara búin að hafa það gott. Við fórum að sjá improv sem var ekkert spes en okkur fannst það allt í lagi. Þangað til við sáum That Is Uncalled For viku seinna. Þeir voru bara svo fáááranlega fyndnir að við sáum hvað hinn hópurinn var ekkert spes. Sömu helgi náðum við að sjá José Gonzalez, hann var bara fyndinn og datt af stólnum sínum og e-ð :) Svo fór ég líka að sjá Xiu Xiu og Thao Nguyen and the Get Down Stay Down í vikunni. Xiu Xiu voru fín en Thao og co voru æði! :)
Og já, veturinn hérna er víst eitthvað extra snjómikill og núna eru búnar að koma 2 fréttir á innan við viku um að húsþök séu að gefa sig undan snjóþunga og fólk er að kremjast! Hvorki meira né minna. Fjúff! Þetta er sem betur fer (7, 9, 13) ekki að gerast hérna á Rue Rivard. Það er einstaklega jákvætt. Minna jákvætt: hvað mér finnst allt dýrt hérna. Allt í einu eru ólívuolía, paprika og almennilegur laukur orðin lúxusvara. Hvað er það? Burtséð frá öllu gengisveseni er það dýrara en heima! Ég var bara í alvörunni að pæla í að láta Vigni koma með flösku af ólívuolíu út aftur tíhí Jújú, sumt er ódýrara hér en annað er bara miklu dýrara. Das ist ein böggur ;/
Við versluðum líka alltaf í einum af stóru súpermörkuðunum því við héldum að það væri ódýrara eeen nei...það virðist allstaðar vera sama verðið, meira að segja í hornbúðinni okkar, sem er pínulítil. Núna förum við bara í stóru búðina því það er meira úrval þar...oh well....
Við versluðum líka alltaf í einum af stóru súpermörkuðunum því við héldum að það væri ódýrara eeen nei...það virðist allstaðar vera sama verðið, meira að segja í hornbúðinni okkar, sem er pínulítil. Núna förum við bara í stóru búðina því það er meira úrval þar...oh well....
3 dagar í Erluna...það verður pottþétt svona gaman hjá okkur aftur :D

1 comment:
Víííííj!!!! Jedúddamía hvað ég hlakka til! :) Rétt rúmlega 27 klukkutímar í brottför af klakanum.
Man oh man hvað þetta verður súper dúper. Svo margt sem við þurfum að gera og sjá... og borða ;) Labba í hringi hérna ég er svo spennt!
Sjáumst! (ég get sko alveg totally sagt "sjáumst" núna!) ;)
Post a Comment