Sunday, April 27, 2008

::Garðálfafangelsi...

Í gær sáum við þetta í götunni okkar:

Fangelsi fyrir garðálfa sem hafa flúið! Og vegfarendur vinsamlegast beðnir, á ensku og frönsku, að gefa þeim ekki að borða!

Mér finnst það nú svolítið gróft. Greyið garðálfarnir, þeir hafa örugglega bara séð Amélie og dreymt um ferðalag eins og garðálfurinn sem pabbi hennar átti fékk að fara í. Ég er að spá í að gefa þeim að borða næst þegar ég labba framhjá ;)
Posted by Picasa

::Sumaaar!

Inga Dís og Hera komu í heimsókn í viku. Víjj það er svo gaman að fá heimsóknir! Við túristuðumst, borðuðum helling af góðum mat og 'skruppum' svo niður til Boston til að 'skutla' þeim í flug. Gaman gaman :)
Við tengdum litla sjónvarpið sem fylgdi íbúðinni til að fylgjast með hokkíinu. Tillitssemi þeirra gagnvart mér er engu lík, þeir komust áfram svo ég gæti fylgst almennilega með eftir próf :)


Með sumrinu í Montréal komu alltof stórar ógeðisviðbjóðsloðnar flugar sem pirra mig úti á svölum...


Vignir fór út í búð um daginn meðan ég var að læra og kom heim með piparmyntufrappuccino fyrir mig! SKVÍT!



Þessi bíll kom keyrandi inn götuna okkar áðan, hringdi bjöllu og kallaði á fólk á frönsku...svona svipað og ísbíll
Svo lagði hann bara þarna og beið eftir fólki. Þarna er samt ekki boðið upp á ís heldur skerpir hann hnífa, skæri o.s.frv.! Spes. En fííínasta þjónusta ;)

Sunday, April 6, 2008

::all is back to normal...

Fyrsti hádegismaturinn hennar Erlu í Montréal...var ekkert svöng og bað um salat...það var svoooooo stórt!

Vika síðan Erlan mín fór heim. Það var svooo gaman hjá okkur, meira að segja þó litla systir næði að verða pínu veik...við náðum að gera helling samt, túristuðumst í einn dag og eyddum svo restinni bara í eitthvað bull - fórum alltof oft í bíó, fórum á markað, röltum endalaust um, fórum á tónleika og drukkum helling af góðu kaffi. Eina sem vantaði var að við náðum ekki að háma jafn mikið af góðum mat og við ætluðum út af lystarleysi veiku stelpunnar - en úr því verður sko bætt í sumar! Ég er strax farin að hlakka til að fá hana aftur :)

Erlan að sýna tyggjóblásihæfileikana :)

Fengum mexíkóskan mat - hann komst varla fyrir á borðinu okkar!

Það var ennþá svo mikill snjór að bekkirnir sáust varla. Erla prófaði samt að fá sér sæti, lítur út eins og dvergur!

Erlan var öll í riiisasalatinu!

Meðan ég fékk bara eitthvað pasta...piff!

Nú er semsagt allt back to normal, fyrsta próf í morgun og svona. Reyndar hefði það alveg mátt vera í gær mín vegna. Mamma Vignis og Inga Dís systir hans eru nefnilega að koma í heimsókn í dag og Vignir þurfti að 'skreppa' niður til Bandaríkjanna að sækja þær...og ég var búin í prófi svona klukkutíma of seint til að komast með. Svehehehekkjandi. Þannig að nú sit ég bara og bíð eftir þeim víjjj

Ég lenti á svo biluðum gaur samt eftir prófið í morgun. Það var gaur að kynna Travel Cuts (stúdentaferðaskrifstofuna) frammi á gangi í skólanum og hann fór eitthvað að tala við mig, benti mér á að taka þátt í einhverjum leik hjá þeim því þá gæti ég unnið 2 flugmiða til Evrópu. Ekkert að því. Svo spurði hann hvaðan ég væri og ég svaraði. Þá sagði hann "oh yeah, for sure, we have flights to Eastern Europe, for sure". Uhhh, A-Evrópu? Hahaha ég ætla allavega að vona að hann vinni ekki hjá ferðaskrifstofunni sjálfri heldur bara einhverju kynningarfyrirtæki, ég myndi ekkert vilja kaupa flug heim af manni sem heldur að Ísland sé í A-Evrópu! :)