Vika síðan Erlan mín fór heim. Það var svooo gaman hjá okkur, meira að segja þó litla systir næði að verða pínu veik...við náðum að gera helling samt, túristuðumst í einn dag og eyddum svo restinni bara í eitthvað bull - fórum alltof oft í bíó, fórum á markað, röltum endalaust um, fórum á tónleika og drukkum helling af góðu kaffi. Eina sem vantaði var að við náðum ekki að háma jafn mikið af góðum mat og við ætluðum út af lystarleysi veiku stelpunnar - en úr því verður sko bætt í sumar! Ég er strax farin að hlakka til að fá hana aftur :)
Ég lenti á svo biluðum gaur samt eftir prófið í morgun. Það var gaur að kynna Travel Cuts (stúdentaferðaskrifstofuna) frammi á gangi í skólanum og hann fór eitthvað að tala við mig, benti mér á að taka þátt í einhverjum leik hjá þeim því þá gæti ég unnið 2 flugmiða til Evrópu. Ekkert að því. Svo spurði hann hvaðan ég væri og ég svaraði. Þá sagði hann "oh yeah, for sure, we have flights to Eastern Europe, for sure". Uhhh, A-Evrópu? Hahaha ég ætla allavega að vona að hann vinni ekki hjá ferðaskrifstofunni sjálfri heldur bara einhverju kynningarfyrirtæki, ég myndi ekkert vilja kaupa flug heim af manni sem heldur að Ísland sé í A-Evrópu! :)
2 comments:
Hann hefur ekki stungið upp á því að þú keyrðir bara til Íslands? Hahahaha ;)
2 mánuðir í mig !
Nei, ég held það séu bara þjóðverjar sem stinga upp á svoleiðis vitleysu ;P
Post a Comment