Monday, January 28, 2008

Myndablogg...

Var að henda myndunum í símanum inn á tölvuna áðan og rakst á möppu fulla af myndum sem ég hef einhvern tíma forðað frá því að vera hent með því að setja þær í 'favourites' haha. 23 yndislegar yndislegar yndislegar myndir frá 2006. Algjörlega í stíl við topp 5 nostalgíulög sem var þema vikunnar á toppfimmáföstudegi :) Henti þeim inn á picasaweb en þessar eru extra extra uppáhald...

Sætu kartöflu franskar með jalapeno jelly á da.de.o í Edmonton...best í heimigeimi - mig dreymir þær!

Erla Þóra, Erla stóra og Fanndís í Buzz þegar Erlan var á Íslandi...krúttur!

Vignir ógó pógó heimsborgaralegur í fyrstu árlegu vorferðinni til París...

Þetta var krítað á stéttina fyrir utan Granaskjólið þegar ég kom út einn morguninn sumarið '06. Held þetta hafi verið krítað með sjálflýsandi krítinni minni...og var margar vikur að skolast í burtu :)

Björgunarvestisleiðbeiningarnar í ferjunni milli Tyrklands og Grikklands...mér fannst hún óþarflega hress á myndunum...

Eyþór Óli með Bjart Óla rétt svo sólarhrings gamlan...æðislegasta og sætasta mynd í heimigeimi!

Bwahaha! Við Erla Þóra og Vignir vorum að versla í Bónus þegar Erla sá hálffrosið fiskflak í einum Doritos kassanum! Bwahaha...

Erla Þóra og Vignir á Fire&Stone í London þegar við fórum yfir til Erlu eftir Parísarferðina...fyrsta skipti sem Erla og Vignir hittust :)

And I was heading up north, to a place that I know...Eating well, sleeping well

Gat ekkert sofið margar nætur í röð. Komst þá að því að bakgarðurinn minn er flottastur um 6 á morgnana...

Anywho, Montréal er ennþá æði pæði. Jamm jamm. Síðasta vika er reyndar mestmegnis búin að samanstanda af verkefnavinnu þar sem bæði HR kúrsinn sem ég er að taka í 'fjarnámi' og 2 af 3 kúrsum sem ég er í hér úti ákváðu að láta mig skila þremur verkefnum á fimm dögum. Það var aldeilis hresst! Ég er nú samt alveg búin að troða hinu og þessu inn á milli síðustu vikuna. Á mánudaginn fyrir viku sá ég Pétur, Jón og Björn spila. Hressir dúddar! Og staðurinn sem þeir spiluðu á með eindæmum frábær, sérstaklega þar sem ég fékk sæti á svölum, alveg upp við sviðað múaha. Hafði það því fáranlega gott OG sá allt! Ekki slæmt það.


Club Soda, þar sem Peter, Bjorn and John spiluðu. Fínasti staður, sérstaklega ef maður er uppi á svölunum :)

Á fimmtudaginn fór ég svo á fyrstu æfinguna mína til að læra að vera ninja! Jább! Lærði reyndar nákvæmlega ekkert nýtt á þessari fyrstu æfingu því þetta var allt eitthvað sem var búið að kenna í taekwondo en það veitir ekki af að æfa það :) Tíminn endaði á smá vopnaspjalli og þjálfarinn ætlar að kenna okkur að nota prik ef við viljum þannig að loksins, LOKSINS get ég orðið eins og Donatello! VAHÍ!

Svalasti turtlesinn, by far!

Í dag (eða gær eftir því hvernig á málið er litið) er ég búin að vera hérna í akkurat 3 vikur! Og mér finnst ég bara hafa farið í gær?!? Það er svaðalegt. Strax farin að stressa mig yfir að ná ekki að gera allt sem mig langar að gera. Nei, ok, ekki alveg. En í tilefni af þessum merku tímamótum þótti mér ekki annað bjóðandi en að fara að skella mér í eins og eitt afmæli. Ég fór því í smá metro ferð og voila, korteri seinna var ég komin í hinn endann á borginni - tótó tilbúin í barnaafmæli!

Þetta ferlíki varð á vegi mínum á leiðinni í afmæli! Úff...

Var bara akkurat á réttum tíma og í góðum málum þegar ég rölti inn eftir götunni og með heimilisfangið skrifað hjá mér, svona til öryggis. 4214 Oxford Avenue, ekkert mál. NEMA ég labba framhjá 4216 og kem þá að 4206! Það var ekkert hús þar á milli, bara bílastæði. Believe you me - I checked! ;) Á endanum spurði ég einhverja tvo frekar vafasama unga drengi hvort þeir kynnu eitthvað á númerasystemið þarna. Þeim fannst þetta líka undarlegt en ákváðu fyrir mig að ég hefði bara ruglað götunöfnum, ég væri örugglega að leita að Harvard götunni, það væri bara næsta gata fyrir ofan sko. Jahá. Á endanum fann ég húsið, númer 4215! Og á Oxford sko...ég er ágæt! Í afmælinu voru hjón, börn, ég og barnfóstra haha! Það var samt hresst. Fínt fólk og krúttleg börn. Hitti meira að segja konu sem er í skólanum mínum og allar græjur :)

Þegar ég kom svo heim með metroinu fór einhver gamall maður að spjalla við mig. Ekkert mál með það, get alveg spjallað svo sem. Leist hinsvegar ekki á blikuna þegar ég sagði honum að eiga gott kvöld og ætlaði að fara að rölta heim og hann sagðist hafa smá tíma og ákvað bara að rölta með mér áleiðis! Þetta var svona 50:50, annaðhvort var hann snargeðveikur raðmorðingi eða bara vinsamlegur og einmana gamall maður. Ég var samt engan veginn viss hvort væri þannig að ég var fegin að gatan sem liggur frá metro stöðinni er fjölfarin. Til öryggis laug ég því náttúrulega að ég byggi allt annars staðar en ég bý í alvöru og að ég væri gift og eiginmaðurinn biði eftir mér (giftingin er nú ekkert svooo mikil lygi ;) Hann rölti með mér þessar 4-5 mínútur að horninu á götunni 'minni' og svo kvaddi hann mig bara þar og rölti áfram í áttina að sinni götu. Hann var líklega bara einmana greyið kallinn...en maður veit aldrei ;)

Hvernig getur það staðist að maður labbi helling úti, vinstri skórinn verði gegnblautur og drulluskítugur en sá hægri haldist tandurhreinn og þurr? Jah maður spyr sig!

Svo finnst mér ég líka búin að vera très cosmopolitan. Ekki nóg með að ég sé farin að skipta milli ensku og frönsku eins og ekkert sé *hóst* *hóst* (manni er meira að segja heilsað í búðum með 'hello bonjour', svo maður geti bara valið) heldur er ég búin að spjalla við allra þjóða kvikindi síðustu vikuna.
  • Byrjaði á að spjalla við tvær vinkonur sem ég hef lítið sem ekkert samband haft við síðustu árin. Önnur er frá Hong Kong og hin frá Louisiana en báðar að klára læknanám...gaman að því :)
  • Ferð mín niður í skóla á frídeginum í síðustu viku var líka eins og landkynning því báðar manneskjurnar sem ég þurfti að tala við vildu endalaust tala um Ísland og íslenska tónlist. Afgreiðslugellan í gyminu í skólanum fattaði að ég væri íslensk út frá nafninu mínu. Þá hafði kærastinn hennar verið með í að gera tölvuleik þar sem einn karakterinn heitir Anna Grímsdóttir og á að vera íslensk...jamm jamm
  • Í dag talaði ég svo við Búlgara sem er með mér í tölvusamskiptum. Gat tótó talað við hann um hina og þessa bæi við Svarta Hafið, lestir og rútur niður til Istanbul og hitann í syðri hluta Tyrklands yfir hásumarið. Prik fyrir það! :)

Sunday, January 20, 2008

::I'm sticking with you, 'cause I'm made out of glue...

hmm, where to begin?

Vikan byrjaði glæsilega þegar Kristín tilkynnti mér að toppfimmáföstudegi væri að verða heimsfrægt! Eða, ekki alveg kannski, en frá og með deginum í dag eru toppfimmáföstudegi og Útvarpsþátturinn Frank á Xinu bestu vinir. Á hverjum sunnudegi velur Steinþór (stjórnandi þáttarins) semsagt einn af toppfimm listum föstudagsins og spilar í útvakkinu! Dúddi dúddi! Fyrsti flutningur var í dag þegar 'Topp 5 lög til að þrífa við' listinn hennar Kristínar var lesinn upp og lögin spiluð! Ég reyndi að hlusta á netinu en ekkert skeði :/ Svekkjandi! Vona bara að þátturinn verði settur inn á morgun svo ég geti hlustað á netinu. Eina sem ég veit er að hún fékk kjánahroll við að heyra nafnið sitt svona oft í útvarpinu :)

Það er líka til útvarpsstöð á tíðninni 97,7 hérna í Montréal ooog það er líka rokkstöð hér. Skemmtilegt. Hún er vel merkt þarna efst hægra megin á húsinu :)

Á föstudaginn fór ég á tónleika í ótrúlega flottu gömlu leikhúsi leeengst niðri í bæ. Í húsinu eru ekki sætaraðir heldur fullt af hringlaga borðum með skeifulaga sófum í kring. NICE! Það fór því ofboðslega vel um mig meðan ég hlustaði á Patrick Watson og buddies spila :) Öllu verra er að þegar ég var að labba aftur í metroið eftir tónleikana fór einhver gaur að tala við mig sem vildi eeendilega að ég kæmi með honum og einhverjum vinum hans 'clubbing'. Peningar áttu víst ekki að vera neitt vandamál því þeir myndu borga allt fyrir mig og borga taxa heim fyrir mig og allt! Jááá neinei, takk og bless! haha

Patrick og uppáhalds trommarinn minn voru hressir :)

Í gær fór ég svo í bíó (mér finnst ég ætti að fara að fá magnafslátt hérna!). Fór í nýtt bíó í þetta skipti: á Juno! J-e-b-u-s minn hún er frábær. Gæti kannski spilað inn í að ég bæði elska Michael Cera OG að tónlistin er bara óaðfinnanleg! Þetta er klárlega besta soundtrack síðan í Garden State! Mér finnst allavega ekkert skelfilegt að þurfa að fara aftur á hana með Vigni þegar hann kemur út :) Já, það er líka SKYLDA að horfa á miniþættina sem Michael Cera og Clark vinur hans gerðu? Þeir eru bara fyndnir! :)

Krútti!!!

Svo er ég loksins búin með jólabókina í ár: Love is a Mixtape. Gaf mér aldrei tíma til að byrja að lesa hana, líklega afþví að ég vissi að ég gæti ekki hætt. Þannig að ég las hana í vikunni, allt kvöldið og fram á nótt. Hún er ótrúlega góð og eiginlega alveg bara skyldulesning fyrir sappy ástfangna tónlistarnörda! Hver kafli byrjar á lagalista af mixtape-i. Mig langar ótrúlega að grafa upp lögin sem ég á ekki, setja saman playlista og hlusta á hvert mixtape meðan ég les kaflann! :)
Svo var ég líka loksins að lesa Tuesdays With Morrie. er búin að vera á leiðinni að lesa hana í mörg ár. Keypti hana svo í gærkvöldi og las hana í kvöld, bara alla. Það er ekkert hægt að hætta þegar maður byrjar á henni. Hún er yndi. Það er líka yndi að horfa á viðtölin við Morrie.

OG, síðast en EKKI síst: viðbót í fjölskyldunni! Síðast fengum við þrjá eins Dunnya í röð. Þrátt fyrir að hafa keypt þá í þremur borgum, í tveimur mismunandi löndum og á fimm mánaða tímabili! Í fyrradag fékk ég svo tvo nýja - báða eins! Þannig að núna eigum við bæði tvíbura og þríbura. Þeir eru æði og krútt and here they are:

Annar fékk að koma með á Starbucks í gær þegar ég fór í Chapters að kaupa afmælisgjöf...

Og hér eru þeir komnir heim bræðurnir, á uppáhalds staðinn sinn - í geisladiskahilluna!

Og by the way. Ég kom ekki með neina diska út, bara ipodinn minn. Itripið mitt er dáið og ég tók enga ipod snúru með út. Þar af leiðandi heyri ég bara frekar gamla tónlist á ipodinum allan daginn. Það var því freeekar ánægjulegt að sjá diskahilluna þegar ég kom út. Lea, sem leigir mér, er greinilega bara með SAMA tónlistarsmekk og ég! As in ALLT, alveg frá Arcade Fire yfir í Finley Quaye! Hver á Finley Quaye?!?

Saturday, January 12, 2008

Le diabolique barbier de Fleet Street...



Og já, ég fór í bíó í kvöld. Sweeney Todd! Ahh yeees!!! Rölti út um allt Plateau, hverfið mitt, og þaðan niður í bæ. Meirihlutinn af leiðinni liggur í gegnum hverfið í kringum McGill háskólann. Það er bara crazy, meira en helmingur húsanna tilheyrir skólanum. Það er meira að segja gata nefnd eftir honum!

Anywho, eftir bíóið íhugaði ég í alvöru að fara strax á aðra mynd því það var líka verið að sýna Dewey Cox en ákvað að það væri græðgi að fara á 2 myndir á einu kvöldi. Kom bara við í búð og keypti vatn og tók svo metro heim.

Ákvað að fá mér kaffi þegar ég kom heim sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hér er engin kaffikanna, bara svona:



Á 4101 Rue Rivard er nákvæmlega einn bolli sem er auðveldlega hægt að nota þetta með. Hann var í uppþvottavélinni þannig að ég þurfti að nota einn af hinum, sem eru allir aaaðeins of stórir þannig að það er eins gott að halda við meðan maður hellir í filterinn. Þetta vissi ég ekki því ég hafði aldrei notað þessa bolla. Afleiðing þessarar fáfræði minnar var þessi:



...frááábært! Vitið þið hvað er erfitt að þrífa upp svona kaffisull? Sérstaklega úr skúffum?!? Arrg! Og til að toppa allsaman hellti ég upp á annan bolla og setti hann á borðið. Ætlaði svo að færa töskuna mína á borðinu og náði e-n veginn að kippa í nýju fínu headphonein mín með þeim afleiðingum að annað þeirra endaði ofan í kaffinu!!! Shimmy! Þau redduðust sem betur fer en eftir kvöldið hef ég lært tvennt sem ég vissi eigi áður:

*ég á greinilega ekki að drekka kaffi
*ef mig langar á 2 myndir í röð á ég bara að láta það eftir mér - ég slepp kannski við svona klaufaskap ef ég leyfi bara öðru fólki að bera í mig mat og drykk og passa að vera ekkert heima hjá mér!

One week down...



OK, þetta er baaara fyrir Erlu Þóru, sem er samt búin að heyra mestallt eftir maraþonsímtal milli Akureyrar og Montréal - höfuðstaða heimsins! :)

Ég er semsagt komin til Montréal, eða RealMountain. Fór frá Íslandi á sunnudaginn. Sólarhring síðar var ég búin að fljúga til Boston, bíða allt of lengi eftir bíl á hótelið, borða í Boston, gista í Boston, fljúga til Montréal, fara í nýju íbúðina mína, rölta um hverfið með leigusalanum, kaupa og borða hádegismat með fyrrnefndum leigusala, rölta um miðbæinn í kringum skólann og koma mér í fyrirlestur! Geri aðrir betur!

Fyrsti fyrirlesturinn var æææsispennandi, svona í alvörunni. Í fyrsta lagi heitir kennarinn Probst - sem er pínu fyndið út af fyrir sig. Í öðru lagi er hr. Probst as nerdy as they get og upp úr honum velta gullkorn eins og þessi:

"I know, I know, you get drunk on a Saturday night and program in Perl..."

"I expect to die with Von Neumann computers still roaming the earth like silly dinosaurs."

"I'm a lazy bastard so I didn't tell the University to throw away the compiler they've been using for the last 10 years because it's CRAP!"

Jamm jamm gaman gaman.

Fór svo á fyrsta tónleikana mína í RealMountain í gærkvöldi, Julie Doiron og Lily Frost. Fyrsta skipti sem ég fer ein á tónleika...það var alls ekkert hræðilegt, spjallaði bara við gelluna sem sat við hliðina á mér, hún var líka ein :) Gael, nýja quebeska vinkona mín múaha. Fyrirfram hélt ég að ég myndi hafa meira gaman að Lily Frost. Það litla sem ég hafði heyrt með henni var svona pínu Carla Bruni-esque sem er ekkert slæmt. Var búin að heyra enn minna með Julie en leist vel á hana. Lily byrjaði rosa vel en svo var annaðhvort lag eitthvað brjálæðislega rólegt, eiginlega bara of rólegt fyrir mig. Það gæti kannski hafa spilað inn í að ég mætti beint eftir 2,5 klukkutíma langan stærðfræðifyrirlestur, hver veit. Julie var hinsvegar bara flott... :)