
OK, þetta er baaara fyrir Erlu Þóru, sem er samt búin að heyra mestallt eftir maraþonsímtal milli Akureyrar og Montréal - höfuðstaða heimsins! :)
Ég er semsagt komin til Montréal, eða RealMountain. Fór frá Íslandi á sunnudaginn. Sólarhring síðar var ég búin að fljúga til Boston, bíða allt of lengi eftir bíl á hótelið, borða í Boston, gista í Boston, fljúga til Montréal, fara í nýju íbúðina mína, rölta um hverfið með leigusalanum, kaupa og borða hádegismat með fyrrnefndum leigusala, rölta um miðbæinn í kringum skólann og koma mér í fyrirlestur! Geri aðrir betur!
Fyrsti fyrirlesturinn var æææsispennandi, svona í alvörunni. Í fyrsta lagi heitir kennarinn Probst - sem er pínu fyndið út af fyrir sig. Í öðru lagi er hr. Probst as nerdy as they get og upp úr honum velta gullkorn eins og þessi:
"I know, I know, you get drunk on a Saturday night and program in Perl..."
"I expect to die with Von Neumann computers still roaming the earth like silly dinosaurs."
"I'm a lazy bastard so I didn't tell the University to throw away the compiler they've been using for the last 10 years because it's CRAP!"
Jamm jamm gaman gaman.
Fór svo á fyrsta tónleikana mína í RealMountain í gærkvöldi, Julie Doiron og Lily Frost. Fyrsta skipti sem ég fer ein á tónleika...það var alls ekkert hræðilegt, spjallaði bara við gelluna sem sat við hliðina á mér, hún var líka ein :) Gael, nýja quebeska vinkona mín múaha. Fyrirfram hélt ég að ég myndi hafa meira gaman að Lily Frost. Það litla sem ég hafði heyrt með henni var svona pínu Carla Bruni-esque sem er ekkert slæmt. Var búin að heyra enn minna með Julie en leist vel á hana. Lily byrjaði rosa vel en svo var annaðhvort lag eitthvað brjálæðislega rólegt, eiginlega bara of rólegt fyrir mig. Það gæti kannski hafa spilað inn í að ég mætti beint eftir 2,5 klukkutíma langan stærðfræðifyrirlestur, hver veit. Julie var hinsvegar bara flott... :)