Sunday, January 20, 2008

::I'm sticking with you, 'cause I'm made out of glue...

hmm, where to begin?

Vikan byrjaði glæsilega þegar Kristín tilkynnti mér að toppfimmáföstudegi væri að verða heimsfrægt! Eða, ekki alveg kannski, en frá og með deginum í dag eru toppfimmáföstudegi og Útvarpsþátturinn Frank á Xinu bestu vinir. Á hverjum sunnudegi velur Steinþór (stjórnandi þáttarins) semsagt einn af toppfimm listum föstudagsins og spilar í útvakkinu! Dúddi dúddi! Fyrsti flutningur var í dag þegar 'Topp 5 lög til að þrífa við' listinn hennar Kristínar var lesinn upp og lögin spiluð! Ég reyndi að hlusta á netinu en ekkert skeði :/ Svekkjandi! Vona bara að þátturinn verði settur inn á morgun svo ég geti hlustað á netinu. Eina sem ég veit er að hún fékk kjánahroll við að heyra nafnið sitt svona oft í útvarpinu :)

Það er líka til útvarpsstöð á tíðninni 97,7 hérna í Montréal ooog það er líka rokkstöð hér. Skemmtilegt. Hún er vel merkt þarna efst hægra megin á húsinu :)

Á föstudaginn fór ég á tónleika í ótrúlega flottu gömlu leikhúsi leeengst niðri í bæ. Í húsinu eru ekki sætaraðir heldur fullt af hringlaga borðum með skeifulaga sófum í kring. NICE! Það fór því ofboðslega vel um mig meðan ég hlustaði á Patrick Watson og buddies spila :) Öllu verra er að þegar ég var að labba aftur í metroið eftir tónleikana fór einhver gaur að tala við mig sem vildi eeendilega að ég kæmi með honum og einhverjum vinum hans 'clubbing'. Peningar áttu víst ekki að vera neitt vandamál því þeir myndu borga allt fyrir mig og borga taxa heim fyrir mig og allt! Jááá neinei, takk og bless! haha

Patrick og uppáhalds trommarinn minn voru hressir :)

Í gær fór ég svo í bíó (mér finnst ég ætti að fara að fá magnafslátt hérna!). Fór í nýtt bíó í þetta skipti: á Juno! J-e-b-u-s minn hún er frábær. Gæti kannski spilað inn í að ég bæði elska Michael Cera OG að tónlistin er bara óaðfinnanleg! Þetta er klárlega besta soundtrack síðan í Garden State! Mér finnst allavega ekkert skelfilegt að þurfa að fara aftur á hana með Vigni þegar hann kemur út :) Já, það er líka SKYLDA að horfa á miniþættina sem Michael Cera og Clark vinur hans gerðu? Þeir eru bara fyndnir! :)

Krútti!!!

Svo er ég loksins búin með jólabókina í ár: Love is a Mixtape. Gaf mér aldrei tíma til að byrja að lesa hana, líklega afþví að ég vissi að ég gæti ekki hætt. Þannig að ég las hana í vikunni, allt kvöldið og fram á nótt. Hún er ótrúlega góð og eiginlega alveg bara skyldulesning fyrir sappy ástfangna tónlistarnörda! Hver kafli byrjar á lagalista af mixtape-i. Mig langar ótrúlega að grafa upp lögin sem ég á ekki, setja saman playlista og hlusta á hvert mixtape meðan ég les kaflann! :)
Svo var ég líka loksins að lesa Tuesdays With Morrie. er búin að vera á leiðinni að lesa hana í mörg ár. Keypti hana svo í gærkvöldi og las hana í kvöld, bara alla. Það er ekkert hægt að hætta þegar maður byrjar á henni. Hún er yndi. Það er líka yndi að horfa á viðtölin við Morrie.

OG, síðast en EKKI síst: viðbót í fjölskyldunni! Síðast fengum við þrjá eins Dunnya í röð. Þrátt fyrir að hafa keypt þá í þremur borgum, í tveimur mismunandi löndum og á fimm mánaða tímabili! Í fyrradag fékk ég svo tvo nýja - báða eins! Þannig að núna eigum við bæði tvíbura og þríbura. Þeir eru æði og krútt and here they are:

Annar fékk að koma með á Starbucks í gær þegar ég fór í Chapters að kaupa afmælisgjöf...

Og hér eru þeir komnir heim bræðurnir, á uppáhalds staðinn sinn - í geisladiskahilluna!

Og by the way. Ég kom ekki með neina diska út, bara ipodinn minn. Itripið mitt er dáið og ég tók enga ipod snúru með út. Þar af leiðandi heyri ég bara frekar gamla tónlist á ipodinum allan daginn. Það var því freeekar ánægjulegt að sjá diskahilluna þegar ég kom út. Lea, sem leigir mér, er greinilega bara með SAMA tónlistarsmekk og ég! As in ALLT, alveg frá Arcade Fire yfir í Finley Quaye! Hver á Finley Quaye?!?

6 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

ég segi einu sinni enn og aftur...

Maður býr ekki í Norður-Ameríku og hlustar á Finley Quaye. It just does not compute!

Erla Þóra said...

Jeij blogg!
Var í fyrirlestri um daginn og þar var okkur beinlínis skipað að lesa Tuesdays with Morrie og helst horfa á myndina líka. Er að hugsa um að hlýða kennaranum bara!

Miss you snoogms.

Krissa said...

tíhí NÁÁÁKVÆMLEGA! Ég hitti aldrei einu sinni neinn í Evrópu sem á diskinn. Ég var farin að halda að ég væri bara eitthvað afbrigðileg, eða ímyndunarveik ;P

Og Erla: þú veeerður að lesa bókina! Jimminy! Ég er bara pirruð út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki lesið hana fyrr! ;)

mí misses jú tú :/

Kristín Gróa said...

Hei á ég Finley Quaye disk... en ég á líka heima í Evrópu og er þar að auki ekkert eðlileg. Mig langar alveg geðveikt til að lesa þessa 'Love Is A Mixtape' bók... las excerpt á síðu bókarinnar og var bara hooked. I need it! I want it!

Unknown said...

Ég á Finley Quaye...

;)

Krissa said...

Já ég mundi að þú ættir hann Kristín en við erum líka báðar frekar undarlegar. Keyptum við þá ekki meira að segja báðar sama sumarið í Englandi? Minnir það :P

Hafði hinsvegar ekki hugmynd um að Tinna ætti hann. Kannski er þessi kenning mín bara rugl ;)

Og þú veeerður að lesa Love is a Mixtape!!! Bara verður! Pantaðu hana með næsta Amazon skammti ;) tíhí