Saturday, January 12, 2008

Le diabolique barbier de Fleet Street...



Og já, ég fór í bíó í kvöld. Sweeney Todd! Ahh yeees!!! Rölti út um allt Plateau, hverfið mitt, og þaðan niður í bæ. Meirihlutinn af leiðinni liggur í gegnum hverfið í kringum McGill háskólann. Það er bara crazy, meira en helmingur húsanna tilheyrir skólanum. Það er meira að segja gata nefnd eftir honum!

Anywho, eftir bíóið íhugaði ég í alvöru að fara strax á aðra mynd því það var líka verið að sýna Dewey Cox en ákvað að það væri græðgi að fara á 2 myndir á einu kvöldi. Kom bara við í búð og keypti vatn og tók svo metro heim.

Ákvað að fá mér kaffi þegar ég kom heim sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hér er engin kaffikanna, bara svona:



Á 4101 Rue Rivard er nákvæmlega einn bolli sem er auðveldlega hægt að nota þetta með. Hann var í uppþvottavélinni þannig að ég þurfti að nota einn af hinum, sem eru allir aaaðeins of stórir þannig að það er eins gott að halda við meðan maður hellir í filterinn. Þetta vissi ég ekki því ég hafði aldrei notað þessa bolla. Afleiðing þessarar fáfræði minnar var þessi:



...frááábært! Vitið þið hvað er erfitt að þrífa upp svona kaffisull? Sérstaklega úr skúffum?!? Arrg! Og til að toppa allsaman hellti ég upp á annan bolla og setti hann á borðið. Ætlaði svo að færa töskuna mína á borðinu og náði e-n veginn að kippa í nýju fínu headphonein mín með þeim afleiðingum að annað þeirra endaði ofan í kaffinu!!! Shimmy! Þau redduðust sem betur fer en eftir kvöldið hef ég lært tvennt sem ég vissi eigi áður:

*ég á greinilega ekki að drekka kaffi
*ef mig langar á 2 myndir í röð á ég bara að láta það eftir mér - ég slepp kannski við svona klaufaskap ef ég leyfi bara öðru fólki að bera í mig mat og drykk og passa að vera ekkert heima hjá mér!