Monday, January 28, 2008

Myndablogg...

Var að henda myndunum í símanum inn á tölvuna áðan og rakst á möppu fulla af myndum sem ég hef einhvern tíma forðað frá því að vera hent með því að setja þær í 'favourites' haha. 23 yndislegar yndislegar yndislegar myndir frá 2006. Algjörlega í stíl við topp 5 nostalgíulög sem var þema vikunnar á toppfimmáföstudegi :) Henti þeim inn á picasaweb en þessar eru extra extra uppáhald...

Sætu kartöflu franskar með jalapeno jelly á da.de.o í Edmonton...best í heimigeimi - mig dreymir þær!

Erla Þóra, Erla stóra og Fanndís í Buzz þegar Erlan var á Íslandi...krúttur!

Vignir ógó pógó heimsborgaralegur í fyrstu árlegu vorferðinni til París...

Þetta var krítað á stéttina fyrir utan Granaskjólið þegar ég kom út einn morguninn sumarið '06. Held þetta hafi verið krítað með sjálflýsandi krítinni minni...og var margar vikur að skolast í burtu :)

Björgunarvestisleiðbeiningarnar í ferjunni milli Tyrklands og Grikklands...mér fannst hún óþarflega hress á myndunum...

Eyþór Óli með Bjart Óla rétt svo sólarhrings gamlan...æðislegasta og sætasta mynd í heimigeimi!

Bwahaha! Við Erla Þóra og Vignir vorum að versla í Bónus þegar Erla sá hálffrosið fiskflak í einum Doritos kassanum! Bwahaha...

Erla Þóra og Vignir á Fire&Stone í London þegar við fórum yfir til Erlu eftir Parísarferðina...fyrsta skipti sem Erla og Vignir hittust :)

1 comment:

Erla Þóra said...

Haha svo mikið af skemmtilegum myndum. Frosna fisks-myndin í Bónus stendur alltaf fyrir sínu ;)