Sunday, April 27, 2008

::Sumaaar!

Inga Dís og Hera komu í heimsókn í viku. Víjj það er svo gaman að fá heimsóknir! Við túristuðumst, borðuðum helling af góðum mat og 'skruppum' svo niður til Boston til að 'skutla' þeim í flug. Gaman gaman :)
Við tengdum litla sjónvarpið sem fylgdi íbúðinni til að fylgjast með hokkíinu. Tillitssemi þeirra gagnvart mér er engu lík, þeir komust áfram svo ég gæti fylgst almennilega með eftir próf :)


Með sumrinu í Montréal komu alltof stórar ógeðisviðbjóðsloðnar flugar sem pirra mig úti á svölum...


Vignir fór út í búð um daginn meðan ég var að læra og kom heim með piparmyntufrappuccino fyrir mig! SKVÍT!



Þessi bíll kom keyrandi inn götuna okkar áðan, hringdi bjöllu og kallaði á fólk á frönsku...svona svipað og ísbíll
Svo lagði hann bara þarna og beið eftir fólki. Þarna er samt ekki boðið upp á ís heldur skerpir hann hnífa, skæri o.s.frv.! Spes. En fííínasta þjónusta ;)

1 comment:

Erla Þóra said...

Úúúúú!

Komið sumar í Montréal!! :)

Afskaplega hlakka ég til að koma og túristast aftur.. og með Vigni líka í þetta skiptið.. og í hlýju veðri! Skibbí! :)