
Meira á jákvæðu nótunum: allar einkunnir komnar í hús, almennileg mynd að komast á roadtrip sumarsins sem lítur út fyrir að verða næstum 'hringvegurinn' um USA, Dadda, Ólöf Vala og Ninna eru að koma í heimsókn á föstudaginn og svo er Kanye annað kvöld...VÍJJ!!! :D
Neikvætt hinsvegar: þegar ég leit út á baksvalirnar okkar áðan sá ég tvær litlar skálar sem einhver hafði laumað út í horn með mat fyrir kött! Það útskýrir væntanlega afhverju sami kötturinn er búinn að mjálma STANSLAUST við gluggann okkar 3 daga í röð. Nú finnst mér kettir alveg jafn krúttlegir og öllum öðrum en það þýðir ekki að ég vilji hafa einn slíkan hangandi á svölunum hjá mér þegar mig langar að nota þær. Mig langar heldur ekki að hlusta á mjálmið í honum allan daginn en ég vorkenni honum bara svo miiikið.
Eina leiðin til að komast upp á svalirnar okkar er úr garðinum fyrir neðan þannig að konan á neðri hæðinni hlýtur að hafa laumað þessum skálum inn á svalirnar okkar. Óbermi! Þess utan er líka frekar creepy að einhver sé að læðast um á baksvölunum okkar því þaðan sér maður inn um alla íbúðina ;/
2 comments:
Bjartur er sætastur. Hann segir varla "Erla" lengur, það er alltaf "Erla Pesjó" hahaha. Bíladellukall ;)
Annars eru nákvæmlega 3 vikur í okkur! Jeij! :)
Bwahaha...enda eru Peugeot frábærir bílar - um að gera að klína því allstaðar inn að þú eigir eitt stk svoleiðis gæðabifreið ;)
16 dagar maur! ;)
Post a Comment