Monday, May 19, 2008

::bjarturboo...

Þetta barn er skemmtilegast, fyndnast, sætast og krúttlegast í heimigeimi! Og eftir ca. tvo mánuði fæ ég loksins að knúsa hann aftur. Þá er bara að vona að hann verði ekki orðinn feiminn, búinn að gleyma mér nú eða afneiti mér því ég á ekki bíl ;)

Meira á jákvæðu nótunum: allar einkunnir komnar í hús, almennileg mynd að komast á roadtrip sumarsins sem lítur út fyrir að verða næstum 'hringvegurinn' um USA, Dadda, Ólöf Vala og Ninna eru að koma í heimsókn á föstudaginn og svo er Kanye annað kvöld...VÍJJ!!! :D

Neikvætt hinsvegar: þegar ég leit út á baksvalirnar okkar áðan sá ég tvær litlar skálar sem einhver hafði laumað út í horn með mat fyrir kött! Það útskýrir væntanlega afhverju sami kötturinn er búinn að mjálma STANSLAUST við gluggann okkar 3 daga í röð. Nú finnst mér kettir alveg jafn krúttlegir og öllum öðrum en það þýðir ekki að ég vilji hafa einn slíkan hangandi á svölunum hjá mér þegar mig langar að nota þær. Mig langar heldur ekki að hlusta á mjálmið í honum allan daginn en ég vorkenni honum bara svo miiikið.

Eina leiðin til að komast upp á svalirnar okkar er úr garðinum fyrir neðan þannig að konan á neðri hæðinni hlýtur að hafa laumað þessum skálum inn á svalirnar okkar. Óbermi! Þess utan er líka frekar creepy að einhver sé að læðast um á baksvölunum okkar því þaðan sér maður inn um alla íbúðina ;/


2 comments:

Erla Þóra said...

Bjartur er sætastur. Hann segir varla "Erla" lengur, það er alltaf "Erla Pesjó" hahaha. Bíladellukall ;)

Annars eru nákvæmlega 3 vikur í okkur! Jeij! :)

Krissa said...

Bwahaha...enda eru Peugeot frábærir bílar - um að gera að klína því allstaðar inn að þú eigir eitt stk svoleiðis gæðabifreið ;)

16 dagar maur! ;)