Monday, January 28, 2008

And I was heading up north, to a place that I know...Eating well, sleeping well

Gat ekkert sofið margar nætur í röð. Komst þá að því að bakgarðurinn minn er flottastur um 6 á morgnana...

Anywho, Montréal er ennþá æði pæði. Jamm jamm. Síðasta vika er reyndar mestmegnis búin að samanstanda af verkefnavinnu þar sem bæði HR kúrsinn sem ég er að taka í 'fjarnámi' og 2 af 3 kúrsum sem ég er í hér úti ákváðu að láta mig skila þremur verkefnum á fimm dögum. Það var aldeilis hresst! Ég er nú samt alveg búin að troða hinu og þessu inn á milli síðustu vikuna. Á mánudaginn fyrir viku sá ég Pétur, Jón og Björn spila. Hressir dúddar! Og staðurinn sem þeir spiluðu á með eindæmum frábær, sérstaklega þar sem ég fékk sæti á svölum, alveg upp við sviðað múaha. Hafði það því fáranlega gott OG sá allt! Ekki slæmt það.


Club Soda, þar sem Peter, Bjorn and John spiluðu. Fínasti staður, sérstaklega ef maður er uppi á svölunum :)

Á fimmtudaginn fór ég svo á fyrstu æfinguna mína til að læra að vera ninja! Jább! Lærði reyndar nákvæmlega ekkert nýtt á þessari fyrstu æfingu því þetta var allt eitthvað sem var búið að kenna í taekwondo en það veitir ekki af að æfa það :) Tíminn endaði á smá vopnaspjalli og þjálfarinn ætlar að kenna okkur að nota prik ef við viljum þannig að loksins, LOKSINS get ég orðið eins og Donatello! VAHÍ!

Svalasti turtlesinn, by far!

Í dag (eða gær eftir því hvernig á málið er litið) er ég búin að vera hérna í akkurat 3 vikur! Og mér finnst ég bara hafa farið í gær?!? Það er svaðalegt. Strax farin að stressa mig yfir að ná ekki að gera allt sem mig langar að gera. Nei, ok, ekki alveg. En í tilefni af þessum merku tímamótum þótti mér ekki annað bjóðandi en að fara að skella mér í eins og eitt afmæli. Ég fór því í smá metro ferð og voila, korteri seinna var ég komin í hinn endann á borginni - tótó tilbúin í barnaafmæli!

Þetta ferlíki varð á vegi mínum á leiðinni í afmæli! Úff...

Var bara akkurat á réttum tíma og í góðum málum þegar ég rölti inn eftir götunni og með heimilisfangið skrifað hjá mér, svona til öryggis. 4214 Oxford Avenue, ekkert mál. NEMA ég labba framhjá 4216 og kem þá að 4206! Það var ekkert hús þar á milli, bara bílastæði. Believe you me - I checked! ;) Á endanum spurði ég einhverja tvo frekar vafasama unga drengi hvort þeir kynnu eitthvað á númerasystemið þarna. Þeim fannst þetta líka undarlegt en ákváðu fyrir mig að ég hefði bara ruglað götunöfnum, ég væri örugglega að leita að Harvard götunni, það væri bara næsta gata fyrir ofan sko. Jahá. Á endanum fann ég húsið, númer 4215! Og á Oxford sko...ég er ágæt! Í afmælinu voru hjón, börn, ég og barnfóstra haha! Það var samt hresst. Fínt fólk og krúttleg börn. Hitti meira að segja konu sem er í skólanum mínum og allar græjur :)

Þegar ég kom svo heim með metroinu fór einhver gamall maður að spjalla við mig. Ekkert mál með það, get alveg spjallað svo sem. Leist hinsvegar ekki á blikuna þegar ég sagði honum að eiga gott kvöld og ætlaði að fara að rölta heim og hann sagðist hafa smá tíma og ákvað bara að rölta með mér áleiðis! Þetta var svona 50:50, annaðhvort var hann snargeðveikur raðmorðingi eða bara vinsamlegur og einmana gamall maður. Ég var samt engan veginn viss hvort væri þannig að ég var fegin að gatan sem liggur frá metro stöðinni er fjölfarin. Til öryggis laug ég því náttúrulega að ég byggi allt annars staðar en ég bý í alvöru og að ég væri gift og eiginmaðurinn biði eftir mér (giftingin er nú ekkert svooo mikil lygi ;) Hann rölti með mér þessar 4-5 mínútur að horninu á götunni 'minni' og svo kvaddi hann mig bara þar og rölti áfram í áttina að sinni götu. Hann var líklega bara einmana greyið kallinn...en maður veit aldrei ;)

Hvernig getur það staðist að maður labbi helling úti, vinstri skórinn verði gegnblautur og drulluskítugur en sá hægri haldist tandurhreinn og þurr? Jah maður spyr sig!

Svo finnst mér ég líka búin að vera très cosmopolitan. Ekki nóg með að ég sé farin að skipta milli ensku og frönsku eins og ekkert sé *hóst* *hóst* (manni er meira að segja heilsað í búðum með 'hello bonjour', svo maður geti bara valið) heldur er ég búin að spjalla við allra þjóða kvikindi síðustu vikuna.
  • Byrjaði á að spjalla við tvær vinkonur sem ég hef lítið sem ekkert samband haft við síðustu árin. Önnur er frá Hong Kong og hin frá Louisiana en báðar að klára læknanám...gaman að því :)
  • Ferð mín niður í skóla á frídeginum í síðustu viku var líka eins og landkynning því báðar manneskjurnar sem ég þurfti að tala við vildu endalaust tala um Ísland og íslenska tónlist. Afgreiðslugellan í gyminu í skólanum fattaði að ég væri íslensk út frá nafninu mínu. Þá hafði kærastinn hennar verið með í að gera tölvuleik þar sem einn karakterinn heitir Anna Grímsdóttir og á að vera íslensk...jamm jamm
  • Í dag talaði ég svo við Búlgara sem er með mér í tölvusamskiptum. Gat tótó talað við hann um hina og þessa bæi við Svarta Hafið, lestir og rútur niður til Istanbul og hitann í syðri hluta Tyrklands yfir hásumarið. Prik fyrir það! :)

5 comments:

Erla Þóra said...

Jeeeeeeeeeij blogg! :) Ekki amalegt að vakna við það á morgnana að fá sms og tilkynna um ekki eitt heldur tvö ný blogg! Vúhú :)

Mér finnst annars að þú ættir að læra að slást með priki og svo þegar svona 50/50 fólk nálgast þig þá geturðu bara spjallað alveg róleg því þú veist að þú ert með prikið þitt and are not afraid to use it ;)

Vignir Hafsteinsson said...

Jamm, og þá geturðu líka fengið þér staf, svon ofur göngustaf svona eins og afi hennar Heiðu í Ölpunum með. Þá ertu alltaf örugg :D

Krissa said...

bwahaha...já, verst að þurfa að dröslast með prik/staf alla daga. Spurning um að redda sér svona dóti til að geta verið með það á bakinu, alltaf tilbúin!!! ;P

Kristín Gróa said...

Gætir líka verið með svona samanbrjótanlegt prik sem þú gætir svo extendað í einni snöggri hreyfingu og barið dúddann án þess að hann nái að fatta hvað þú ert að gera það. Ekki gera það við einmana gamla kalla samt...

Krissa said...

BWAHAHAHAHA!!! Já shit maður, verð að redda mér svoleiðis. Hlýtur að vera til hérna einhvers staðar, trúi ekki öðru. Spurning um að spyrja ninjakennarann?

Hann reyndar benti okkur bara á að fara í Chinatown, kaupa bambusprik á $2 og höggva niður í rétta stærð. En hann veit kannski um svona specialty stores ;)