Eins og allt heilvita fólk veit er ekkert vit í því að flýja beinustu og stystu leið heim eftir vetrardvöl í langtíburtistan. Við völdum því að fljúga ekki beint heim frá Montréal heldur fara þessa leið:
View Larger Map
Ég mæli með því! :)
Wednesday, July 16, 2008
Monday, May 19, 2008
::bjarturboo...

Meira á jákvæðu nótunum: allar einkunnir komnar í hús, almennileg mynd að komast á roadtrip sumarsins sem lítur út fyrir að verða næstum 'hringvegurinn' um USA, Dadda, Ólöf Vala og Ninna eru að koma í heimsókn á föstudaginn og svo er Kanye annað kvöld...VÍJJ!!! :D
Neikvætt hinsvegar: þegar ég leit út á baksvalirnar okkar áðan sá ég tvær litlar skálar sem einhver hafði laumað út í horn með mat fyrir kött! Það útskýrir væntanlega afhverju sami kötturinn er búinn að mjálma STANSLAUST við gluggann okkar 3 daga í röð. Nú finnst mér kettir alveg jafn krúttlegir og öllum öðrum en það þýðir ekki að ég vilji hafa einn slíkan hangandi á svölunum hjá mér þegar mig langar að nota þær. Mig langar heldur ekki að hlusta á mjálmið í honum allan daginn en ég vorkenni honum bara svo miiikið.
Eina leiðin til að komast upp á svalirnar okkar er úr garðinum fyrir neðan þannig að konan á neðri hæðinni hlýtur að hafa laumað þessum skálum inn á svalirnar okkar. Óbermi! Þess utan er líka frekar creepy að einhver sé að læðast um á baksvölunum okkar því þaðan sér maður inn um alla íbúðina ;/
Sunday, April 27, 2008
::Garðálfafangelsi...
Í gær sáum við þetta í götunni okkar:

Fangelsi fyrir garðálfa sem hafa flúið! Og vegfarendur vinsamlegast beðnir, á ensku og frönsku, að gefa þeim ekki að borða!

Fangelsi fyrir garðálfa sem hafa flúið! Og vegfarendur vinsamlegast beðnir, á ensku og frönsku, að gefa þeim ekki að borða!
::Sumaaar!
Vignir fór út í búð um daginn meðan ég var að læra og kom heim með piparmyntufrappuccino fyrir mig! SKVÍT!
Sunday, April 6, 2008
::all is back to normal...
Vika síðan Erlan mín fór heim. Það var svooo gaman hjá okkur, meira að segja þó litla systir næði að verða pínu veik...við náðum að gera helling samt, túristuðumst í einn dag og eyddum svo restinni bara í eitthvað bull - fórum alltof oft í bíó, fórum á markað, röltum endalaust um, fórum á tónleika og drukkum helling af góðu kaffi. Eina sem vantaði var að við náðum ekki að háma jafn mikið af góðum mat og við ætluðum út af lystarleysi veiku stelpunnar - en úr því verður sko bætt í sumar! Ég er strax farin að hlakka til að fá hana aftur :)
Ég lenti á svo biluðum gaur samt eftir prófið í morgun. Það var gaur að kynna Travel Cuts (stúdentaferðaskrifstofuna) frammi á gangi í skólanum og hann fór eitthvað að tala við mig, benti mér á að taka þátt í einhverjum leik hjá þeim því þá gæti ég unnið 2 flugmiða til Evrópu. Ekkert að því. Svo spurði hann hvaðan ég væri og ég svaraði. Þá sagði hann "oh yeah, for sure, we have flights to Eastern Europe, for sure". Uhhh, A-Evrópu? Hahaha ég ætla allavega að vona að hann vinni ekki hjá ferðaskrifstofunni sjálfri heldur bara einhverju kynningarfyrirtæki, ég myndi ekkert vilja kaupa flug heim af manni sem heldur að Ísland sé í A-Evrópu! :)
Wednesday, March 26, 2008
::But now you're here...brighten my northern sky

Erlan mín er komin!!! Víjj víjj víjj!!! So far erum við búnar að borða sushi, borða deli mat, borða tælenskan, borða power breakfast, versla pínu smá, fara í bíó, fara á tónleika og labba út um allt og skoða...hún kom sko í gær. Öss öss... :)
Og já...ég er með Northern Sky á heilanum!
Tuesday, March 18, 2008
::Strangling a baby pig in Alberta with David Hasselhoff...
Vá, já, við erum búin að gera helling! Við fórum semsagt í roadtrip en það er nú alveg kominn mánuður síðan...við keyrðum í gegnum Quebec, Vermont, New Hampshire, Connecticut, Massachusetts, New York, New Jersey, Pennsylvania, Virginia, North Carolina, South Carolina, Georgia og enduðum á að keyra til Florida og fljúga þaðan heim til Montréal. FJÚFF! Við náðum að fá svona pínu 'feel' fyrir hinum og þessum stöðum en hlökkuðum bæði langmest til að fara til Charleston í South Carolina og Savannah í Georgia. Savannah var fín og Charleston var bara YNDI! Yndi yndi yndi...Suðurríkin eru fín sko - mig langar aftur í roadtrip, fara til Kentucky, Tennessee, Alabama og Mississippi og keyra svo alveg niður til New Orléans og allt...
Anywho, myndir úr ferðinni eru hér en þessar eru ferðin í hnotskurn:
Haha við fórum líka að skoða hús í Virginia :)
Við ætluðum að hafa 'túristahelgi í Montréal', eða allavega túristadag, fyrstu helgina í mars en það var svo mikið að gera (og of mikið ógeðisviðbjóðsveður) að við frestuðum því. Í staðinn ætluðum við bara að vera duglega vinna og svoleiðis, borða góðan mat og e-ð. Þegar við vorum svo hálfnuð að elda föttuðum við að okkur vantaði eitt crucial hráefni í matinn þannig að við fórum út í brjáluðu roki&ógeðissnjó/hagli og röltum í Provigo...það var spes, næstum enginn úti - varla bílar á götunum einu sinni! Snar!
Lítið annað í boði en að klæða sig í allt sem maður finnur og fara út í ógeðisverðið
Anywho, myndir úr ferðinni eru hér en þessar eru ferðin í hnotskurn:

Þegar við komum aftur tók svo við verkefnabrjálæði og svo miðannarpróf beint eftir það. Jámm jámm, það var bara, tjah, hresst.
Vignir var rétt kominn út og svo þurfti hann bara að fara til Íslands í vikunni til að fara í jarðarför. Í boði var að kaupa flug á einhvern 100þús kall eða að vera á Íslandi í 2 vikur. Seinni kosturinn var valinn. En litla systir vorkenndi mér svo svaðalega, að þurfa að vera eiiin um páskana, að hún skellti sér bara í að kaupa flug til mín! Kemur á þriðjudaginn og verður í alveg 8 daga hjá mér! Það eru allsvaaaðalegar gleðifréttir.
Við erum með svona 17 bls lista yfir allt sem okkur langar að gera en ef ég þekki okkur rétt eigum við eftir að borða, borða og...borða. Fyrst á dagskrá: klárlega COOKED SUSHI! Já, ég fann semsagt stað sem selur sushi með elduðum fisk í. YES! Ég hef alltaf þurft að búa mitt til sjálf. Mér finnst sushi fínt með hráum fisk en ENNÞÁ betra með öllu elduðu. Þ.a.l. varð ég ansi glöð þegar ég fann stað sem heitir því einstaklega viðeigandi nafni Cooked Sushi. Hann er rétt hjá skólanum mínum, hræódýr og með æðislegan mat. Gæti ekki verið betra :)
Við ætluðum að hafa 'túristahelgi í Montréal', eða allavega túristadag, fyrstu helgina í mars en það var svo mikið að gera (og of mikið ógeðisviðbjóðsveður) að við frestuðum því. Í staðinn ætluðum við bara að vera duglega vinna og svoleiðis, borða góðan mat og e-ð. Þegar við vorum svo hálfnuð að elda föttuðum við að okkur vantaði eitt crucial hráefni í matinn þannig að við fórum út í brjáluðu roki&ógeðissnjó/hagli og röltum í Provigo...það var spes, næstum enginn úti - varla bílar á götunum einu sinni! Snar!

Annars erum við bara búin að hafa það gott. Við fórum að sjá improv sem var ekkert spes en okkur fannst það allt í lagi. Þangað til við sáum That Is Uncalled For viku seinna. Þeir voru bara svo fáááranlega fyndnir að við sáum hvað hinn hópurinn var ekkert spes. Sömu helgi náðum við að sjá José Gonzalez, hann var bara fyndinn og datt af stólnum sínum og e-ð :) Svo fór ég líka að sjá Xiu Xiu og Thao Nguyen and the Get Down Stay Down í vikunni. Xiu Xiu voru fín en Thao og co voru æði! :)
Og já, veturinn hérna er víst eitthvað extra snjómikill og núna eru búnar að koma 2 fréttir á innan við viku um að húsþök séu að gefa sig undan snjóþunga og fólk er að kremjast! Hvorki meira né minna. Fjúff! Þetta er sem betur fer (7, 9, 13) ekki að gerast hérna á Rue Rivard. Það er einstaklega jákvætt. Minna jákvætt: hvað mér finnst allt dýrt hérna. Allt í einu eru ólívuolía, paprika og almennilegur laukur orðin lúxusvara. Hvað er það? Burtséð frá öllu gengisveseni er það dýrara en heima! Ég var bara í alvörunni að pæla í að láta Vigni koma með flösku af ólívuolíu út aftur tíhí Jújú, sumt er ódýrara hér en annað er bara miklu dýrara. Das ist ein böggur ;/
Við versluðum líka alltaf í einum af stóru súpermörkuðunum því við héldum að það væri ódýrara eeen nei...það virðist allstaðar vera sama verðið, meira að segja í hornbúðinni okkar, sem er pínulítil. Núna förum við bara í stóru búðina því það er meira úrval þar...oh well....
Við versluðum líka alltaf í einum af stóru súpermörkuðunum því við héldum að það væri ódýrara eeen nei...það virðist allstaðar vera sama verðið, meira að segja í hornbúðinni okkar, sem er pínulítil. Núna förum við bara í stóru búðina því það er meira úrval þar...oh well....
3 dagar í Erluna...það verður pottþétt svona gaman hjá okkur aftur :D

Thursday, February 28, 2008
To see the sand...of some other land...
Jább, komin aftur úr suðrinu, aftur heim í snjó og frost og rok ahh! En ferðasagan kemur seinna, eftir próf helst ;)
Hinsvegar er ég farin að hallast að því að það búi í raun enginn á neðri hæðinni hjá okkur. Þetta er örugglega bara eitthvað front fyrir alþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi eða eitthvað. Ég er allavega búin að vera hérna í næstum 2 mánuði og hef ekki enn séð þessa blessuðu konu sem á að búa þar. Og nú er ég að læra í dauðaþögninni sem fæst aðeins um hánætur þegar allir eru sofandi og enginn nennir að vera úti en það er einhver $%=)(&" vekjaraklukka búin að pípa stanslaust í næstum 20 mín niðri og ég er í alvöru talað að verða geðveik! Jebus! Hún hlýtur bara að vera steindauð eða eitthvað, það er ekki séns að sofa með þetta kvikindi á fullu (hvað þá að þola það vakandi!)
Friday, February 1, 2008
Monday, January 28, 2008
Myndablogg...
Var að henda myndunum í símanum inn á tölvuna áðan og rakst á möppu fulla af myndum sem ég hef einhvern tíma forðað frá því að vera hent með því að setja þær í 'favourites' haha. 23 yndislegar yndislegar yndislegar myndir frá 2006. Algjörlega í stíl við topp 5 nostalgíulög sem var þema vikunnar á toppfimmáföstudegi :) Henti þeim inn á picasaweb en þessar eru extra extra uppáhald...
Sætu kartöflu franskar með jalapeno jelly á da.de.o í Edmonton...best í heimigeimi - mig dreymir þær!
Þetta var krítað á stéttina fyrir utan Granaskjólið þegar ég kom út einn morguninn sumarið '06. Held þetta hafi verið krítað með sjálflýsandi krítinni minni...og var margar vikur að skolast í burtu :)
Björgunarvestisleiðbeiningarnar í ferjunni milli Tyrklands og Grikklands...mér fannst hún óþarflega hress á myndunum...
Bwahaha! Við Erla Þóra og Vignir vorum að versla í Bónus þegar Erla sá hálffrosið fiskflak í einum Doritos kassanum! Bwahaha...
Erla Þóra og Vignir á Fire&Stone í London þegar við fórum yfir til Erlu eftir Parísarferðina...fyrsta skipti sem Erla og Vignir hittust :)





And I was heading up north, to a place that I know...Eating well, sleeping well
Anywho, Montréal er ennþá æði pæði. Jamm jamm. Síðasta vika er reyndar mestmegnis búin að samanstanda af verkefnavinnu þar sem bæði HR kúrsinn sem ég er að taka í 'fjarnámi' og 2 af 3 kúrsum sem ég er í hér úti ákváðu að láta mig skila þremur verkefnum á fimm dögum. Það var aldeilis hresst! Ég er nú samt alveg búin að troða hinu og þessu inn á milli síðustu vikuna. Á mánudaginn fyrir viku sá ég Pétur, Jón og Björn spila. Hressir dúddar! Og staðurinn sem þeir spiluðu á með eindæmum frábær, sérstaklega þar sem ég fékk sæti á svölum, alveg upp við sviðað múaha. Hafði það því fáranlega gott OG sá allt! Ekki slæmt það.
Á fimmtudaginn fór ég svo á fyrstu æfinguna mína til að læra að vera ninja! Jább! Lærði reyndar nákvæmlega ekkert nýtt á þessari fyrstu æfingu því þetta var allt eitthvað sem var búið að kenna í taekwondo en það veitir ekki af að æfa það :) Tíminn endaði á smá vopnaspjalli og þjálfarinn ætlar að kenna okkur að nota prik ef við viljum þannig að loksins, LOKSINS get ég orðið eins og Donatello! VAHÍ!
Í dag (eða gær eftir því hvernig á málið er litið) er ég búin að vera hérna í akkurat 3 vikur! Og mér finnst ég bara hafa farið í gær?!? Það er svaðalegt. Strax farin að stressa mig yfir að ná ekki að gera allt sem mig langar að gera. Nei, ok, ekki alveg. En í tilefni af þessum merku tímamótum þótti mér ekki annað bjóðandi en að fara að skella mér í eins og eitt afmæli. Ég fór því í smá metro ferð og voila, korteri seinna var ég komin í hinn endann á borginni - tótó tilbúin í barnaafmæli!
Var bara akkurat á réttum tíma og í góðum málum þegar ég rölti inn eftir götunni og með heimilisfangið skrifað hjá mér, svona til öryggis. 4214 Oxford Avenue, ekkert mál. NEMA ég labba framhjá 4216 og kem þá að 4206! Það var ekkert hús þar á milli, bara bílastæði. Believe you me - I checked! ;) Á endanum spurði ég einhverja tvo frekar vafasama unga drengi hvort þeir kynnu eitthvað á númerasystemið þarna. Þeim fannst þetta líka undarlegt en ákváðu fyrir mig að ég hefði bara ruglað götunöfnum, ég væri örugglega að leita að Harvard götunni, það væri bara næsta gata fyrir ofan sko. Jahá. Á endanum fann ég húsið, númer 4215! Og á Oxford sko...ég er ágæt! Í afmælinu voru hjón, börn, ég og barnfóstra haha! Það var samt hresst. Fínt fólk og krúttleg börn. Hitti meira að segja konu sem er í skólanum mínum og allar græjur :)
Þegar ég kom svo heim með metroinu fór einhver gamall maður að spjalla við mig. Ekkert mál með það, get alveg spjallað svo sem. Leist hinsvegar ekki á blikuna þegar ég sagði honum að eiga gott kvöld og ætlaði að fara að rölta heim og hann sagðist hafa smá tíma og ákvað bara að rölta með mér áleiðis! Þetta var svona 50:50, annaðhvort var hann snargeðveikur raðmorðingi eða bara vinsamlegur og einmana gamall maður. Ég var samt engan veginn viss hvort væri þannig að ég var fegin að gatan sem liggur frá metro stöðinni er fjölfarin. Til öryggis laug ég því náttúrulega að ég byggi allt annars staðar en ég bý í alvöru og að ég væri gift og eiginmaðurinn biði eftir mér (giftingin er nú ekkert svooo mikil lygi ;) Hann rölti með mér þessar 4-5 mínútur að horninu á götunni 'minni' og svo kvaddi hann mig bara þar og rölti áfram í áttina að sinni götu. Hann var líklega bara einmana greyið kallinn...en maður veit aldrei ;)
Svo finnst mér ég líka búin að vera très cosmopolitan. Ekki nóg með að ég sé farin að skipta milli ensku og frönsku eins og ekkert sé *hóst* *hóst* (manni er meira að segja heilsað í búðum með 'hello bonjour', svo maður geti bara valið) heldur er ég búin að spjalla við allra þjóða kvikindi síðustu vikuna.
- Byrjaði á að spjalla við tvær vinkonur sem ég hef lítið sem ekkert samband haft við síðustu árin. Önnur er frá Hong Kong og hin frá Louisiana en báðar að klára læknanám...gaman að því :)
- Ferð mín niður í skóla á frídeginum í síðustu viku var líka eins og landkynning því báðar manneskjurnar sem ég þurfti að tala við vildu endalaust tala um Ísland og íslenska tónlist. Afgreiðslugellan í gyminu í skólanum fattaði að ég væri íslensk út frá nafninu mínu. Þá hafði kærastinn hennar verið með í að gera tölvuleik þar sem einn karakterinn heitir Anna Grímsdóttir og á að vera íslensk...jamm jamm
- Í dag talaði ég svo við Búlgara sem er með mér í tölvusamskiptum. Gat tótó talað við hann um hina og þessa bæi við Svarta Hafið, lestir og rútur niður til Istanbul og hitann í syðri hluta Tyrklands yfir hásumarið. Prik fyrir það! :)
Sunday, January 20, 2008
::I'm sticking with you, 'cause I'm made out of glue...
hmm, where to begin?
Vikan byrjaði glæsilega þegar Kristín tilkynnti mér að toppfimmáföstudegi væri að verða heimsfrægt! Eða, ekki alveg kannski, en frá og með deginum í dag eru toppfimmáföstudegi og Útvarpsþátturinn Frank á Xinu bestu vinir. Á hverjum sunnudegi velur Steinþór (stjórnandi þáttarins) semsagt einn af toppfimm listum föstudagsins og spilar í útvakkinu! Dúddi dúddi! Fyrsti flutningur var í dag þegar 'Topp 5 lög til að þrífa við' listinn hennar Kristínar var lesinn upp og lögin spiluð! Ég reyndi að hlusta á netinu en ekkert skeði :/ Svekkjandi! Vona bara að þátturinn verði settur inn á morgun svo ég geti hlustað á netinu. Eina sem ég veit er að hún fékk kjánahroll við að heyra nafnið sitt svona oft í útvarpinu :)
Vikan byrjaði glæsilega þegar Kristín tilkynnti mér að toppfimmáföstudegi væri að verða heimsfrægt! Eða, ekki alveg kannski, en frá og með deginum í dag eru toppfimmáföstudegi og Útvarpsþátturinn Frank á Xinu bestu vinir. Á hverjum sunnudegi velur Steinþór (stjórnandi þáttarins) semsagt einn af toppfimm listum föstudagsins og spilar í útvakkinu! Dúddi dúddi! Fyrsti flutningur var í dag þegar 'Topp 5 lög til að þrífa við' listinn hennar Kristínar var lesinn upp og lögin spiluð! Ég reyndi að hlusta á netinu en ekkert skeði :/ Svekkjandi! Vona bara að þátturinn verði settur inn á morgun svo ég geti hlustað á netinu. Eina sem ég veit er að hún fékk kjánahroll við að heyra nafnið sitt svona oft í útvarpinu :)
Á föstudaginn fór ég á tónleika í ótrúlega flottu gömlu leikhúsi leeengst niðri í bæ. Í húsinu eru ekki sætaraðir heldur fullt af hringlaga borðum með skeifulaga sófum í kring. NICE! Það fór því ofboðslega vel um mig meðan ég hlustaði á Patrick Watson og buddies spila :) Öllu verra er að þegar ég var að labba aftur í metroið eftir tónleikana fór einhver gaur að tala við mig sem vildi eeendilega að ég kæmi með honum og einhverjum vinum hans 'clubbing'. Peningar áttu víst ekki að vera neitt vandamál því þeir myndu borga allt fyrir mig og borga taxa heim fyrir mig og allt! Jááá neinei, takk og bless! haha
Í gær fór ég svo í bíó (mér finnst ég ætti að fara að fá magnafslátt hérna!). Fór í nýtt bíó í þetta skipti: á Juno! J-e-b-u-s minn hún er frábær. Gæti kannski spilað inn í að ég bæði elska Michael Cera OG að tónlistin er bara óaðfinnanleg! Þetta er klárlega besta soundtrack síðan í Garden State! Mér finnst allavega ekkert skelfilegt að þurfa að fara aftur á hana með Vigni þegar hann kemur út :) Já, það er líka SKYLDA að horfa á miniþættina sem Michael Cera og Clark vinur hans gerðu? Þeir eru bara fyndnir! :)

Svo er ég loksins búin með jólabókina í ár: Love is a Mixtape. Gaf mér aldrei tíma til að byrja að lesa hana, líklega afþví að ég vissi að ég gæti ekki hætt. Þannig að ég las hana í vikunni, allt kvöldið og fram á nótt. Hún er ótrúlega góð og eiginlega alveg bara skyldulesning fyrir sappy ástfangna tónlistarnörda! Hver kafli byrjar á lagalista af mixtape-i. Mig langar ótrúlega að grafa upp lögin sem ég á ekki, setja saman playlista og hlusta á hvert mixtape meðan ég les kaflann! :)
Svo var ég líka loksins að lesa Tuesdays With Morrie. er búin að vera á leiðinni að lesa hana í mörg ár. Keypti hana svo í gærkvöldi og las hana í kvöld, bara alla. Það er ekkert hægt að hætta þegar maður byrjar á henni. Hún er yndi. Það er líka yndi að horfa á viðtölin við Morrie.
OG, síðast en EKKI síst: viðbót í fjölskyldunni! Síðast fengum við þrjá eins Dunnya í röð. Þrátt fyrir að hafa keypt þá í þremur borgum, í tveimur mismunandi löndum og á fimm mánaða tímabili! Í fyrradag fékk ég svo tvo nýja - báða eins! Þannig að núna eigum við bæði tvíbura og þríbura. Þeir eru æði og krútt and here they are:
Svo var ég líka loksins að lesa Tuesdays With Morrie. er búin að vera á leiðinni að lesa hana í mörg ár. Keypti hana svo í gærkvöldi og las hana í kvöld, bara alla. Það er ekkert hægt að hætta þegar maður byrjar á henni. Hún er yndi. Það er líka yndi að horfa á viðtölin við Morrie.
OG, síðast en EKKI síst: viðbót í fjölskyldunni! Síðast fengum við þrjá eins Dunnya í röð. Þrátt fyrir að hafa keypt þá í þremur borgum, í tveimur mismunandi löndum og á fimm mánaða tímabili! Í fyrradag fékk ég svo tvo nýja - báða eins! Þannig að núna eigum við bæði tvíbura og þríbura. Þeir eru æði og krútt and here they are:
Og by the way. Ég kom ekki með neina diska út, bara ipodinn minn. Itripið mitt er dáið og ég tók enga ipod snúru með út. Þar af leiðandi heyri ég bara frekar gamla tónlist á ipodinum allan daginn. Það var því freeekar ánægjulegt að sjá diskahilluna þegar ég kom út. Lea, sem leigir mér, er greinilega bara með SAMA tónlistarsmekk og ég! As in ALLT, alveg frá Arcade Fire yfir í Finley Quaye! Hver á Finley Quaye?!?
Subscribe to:
Posts (Atom)